Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti á síðasta stjórnarfundi sínum að auglýsa jarðirnar Hvamm og Hvammsvík í Kjósarhreppi til sölu, án jarðhitaréttinda.
Samkvæmt upplýsingum frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa OR, hefur OR frekar haft útgjöld en tekjur af þessum jörðum, en í Hvammsvík er í dag rekin frí8 stunda8 starfsemi. Að sögn Eiríks hefur OR með reglulegu millibili skoðað hagkvæmni þess að nýta jarðhitaréttindin sem fylgja jörðinni og vonandi verði það hægt í framtíðinni.