„Verið að berja okkur til hlýðni“

Eftir aðeins tólf daga hætta 98 hjúkrunarfræðingar á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði Landspítala störfum, taki stjórnendur ekki til baka ákvörðun um að breyta vinnufyrirkomulagi þeirra. Verði af brotthvarfi hjúkrunarfræðinganna, sem allir eru sérhæfðir á sínu sviði, verður unnið samkvæmt neyðaráætlun og aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir. Á skurðdeild kvennasviðs verða t.d. gerðir neyðarkeisaraskurðir en ekki kvensjúkdómaaðgerðir, s.s. vegna brjóstakrabbameins. Þá verður engar hjartaaðgerðir hægt að gera við þær aðstæður sem koma til með að skapast.

Og hjúkrunarfræðingarnir standa fast á sínu: Þeir munu ganga út þegar klukkan slær tólf á miðnætti 1. maí taki stjórn spítalans ekki breytingu á vinnutíma þeirra til baka.

Uppsagnarfrestur ekki framlengdur

Í gær fóru fram fyrstu einstaklingsviðtölin við hjúkrunarfræðingana og í þeim lögðu yfirmenn samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fram tilboð sem felur í sér að breytingar á vinnufyrirkomulagi, sem deilan snýst um, verði teknar upp í þremur áföngum og að fullu komnar til framkvæmda að ári. Þá fái þeir 9.000 kr. í fastan bílastyrk á mánuði í sinn hlut – sem er tæplega uppbót þar sem þegar er slíkur styrkur, aðeins lægri, fyrir hendi. Hjúkrunarfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við í gær segja tilboðið „hlægilegt“ og „veimiltítulegt“ og að því verði hiklaust svarað með neitun. Var það einróma niðurstaða fundar allra hjúkrunarfræðinganna í gær.

„Það er verið að berja okkur til hlýðni,“ segir Vigdís Árnadóttir skurðhjúkrunarfræðingur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert