Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt og víða léttskýjuðu á landinu í dag. Skýjað verður þó með köflum suðvestan- og vestanlands. Hiti verður 5 til 12 stig, en næturfrost í innsveitum.
Á morgun er útlit fyrir hægviðri og léttskýjuðu. Hiti verður þá 5 til 10 stig, en víða næturfrost. Eftir helgi verður áfram tiltölulega hlý austanátt með lítilsháttar vætu, en bjartviðri að mestu norðan og vestanlands.