Bitnar mest á börnunum

Jurgita Milleriene
Jurgita Milleriene

 „Fólk var ekki svona þreytt á útlendingum,“ segir Jurgita Milleriene, sem er frá Litháen og fluttist til Íslands fyrir sjö og hálfu ári.

Hún segir ástandið hafa versnað, ekki síst fyrir þá sem ekki tala íslensku. Það versta sé að pirringurinn komi niður á börnunum. „Ef pólsku börnin leika sér saman, þá er stundum horft á þau eins og glæpahópur sé að myndast. Mér líður ekki vel þegar ég sé það.“

Sumir Litháar eru að snúa aftur til Litháens út af niðursveiflunni í efnahagslífinu en sumir fara út af fordómum, að hennar sögn. „Það gleymist hvernig þeim líður þegar umræðan í fjölmiðlum er neikvæð um innflytjendur dag eftir dag. Krakkar taka fordóma foreldra sinna með í skólann og geta verið mjög grimm, ótrúlega grimm,“ segir Jurgita í samtali við Morgunblaðið.

Það er afar athyglisvert að á sama tíma og sumir Íslendingar verða „órólegir“ og „ráðvilltir“ vegna þess að fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað hér á landi, þá sækjast þeir útlendingar sem hingað hafa flust ekki síst eftir „öryggi“.

„Það er jafnvel mikilvægara en peningar, öryggi og virðing fyrir fólki,“ segir Jurgita. „Það fá allir laun, hafa þak yfir höfuðið, eiga bíl, ekki er mikið um glæpi og fólk fær ekki skammir á hverjum degi í vinnunni. Stundum er erfitt að skilja hvernig fólk getur verið þunglynt á Íslandi. Kannski er það út af veðrinu en kaupmáttur er ekki vandamál eða að eiga ekki til hnífs og skeiðar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert