Björn: Vandræðum OR sópað undir teppið

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mbl.is/Sverrir

Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra fjall­ar ít­ar­lega um mál­efni Orku­veitu Reykja­vík­ur, REI málið og um­fjöll­un og um­fjöll­un borg­ar­full­trúa og fjöl­miðla um það á heimasíðu sinni í dag. Seg­ir hann þar m.a. að vandi OR/​REI sé ekki einka­mál sjálf­stæðismanna í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

„Viðfangs­efnið er miklu víðtæk­ara bæði inn­an lands og utan. Á óheilla­braut­inni síðastliðið ár var ráðist í sam­starfs­verk­efni í nafni OR/​REI, án þess að gerð væri grein fyr­ir inn­taki þeirra op­in­ber­lega. Raun­ar er ekki vitað, hvaða verk­efni er hér um að ræða. Hið nýja, sem gerst hef­ur síðustu daga, er, að inn­an meiri­hluta stjórn­ar OR vilja menn kort­leggja og verðmeta þessi verk­efni. Er það enn til marks um leynd­ar­hyggju, að þetta skuli ekki allt hafa verið birt stjórn­inni og borg­ar­stjórn nú þegar," seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert