Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur ítrekað verið kallað út nú undir kvöld vegna sinubruna í Hafnarfirði. Fyrsta útkallið kom laust fyrir kl. 21.30 en þá var tilkynnt um bruna austan við Setberg. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en alls brann gróður á um 200 fm svæði.
Slökkviliðið var nýkomið tilbaka á stöðina þegar annað útkall barst um bruna á sama stað. Í þriðja útkallinu var tilkynnt um sinubruna nálægt kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði og gekk greiðlega að slökkva þar. Fjórða útkallað snéri síðan að sinubruna við Hvaleyrarvatn.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru sinubrunar því miður allt of algengir á þessum tíma árs.