Landspítalinn opinbert hlutafélag?

Vel kem­ur til greina að gera Land­spít­al­ann að op­in­beru hluta­fé­lagi. Þetta er mat Björns Zoëga, ann­ars starf­andi for­stjóra spít­al­ans. Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, formaður nefnd­ar um Land­spít­al­ann, seg­ir slíkt rekstar­form geta aukið sveigj­an­leika í rekstri. Þetta kem­ur fram á frétta­vef RÚV. 

 Nokk­urs óróa gæt­ir meðal starfs­manna Land­spít­al­ans vegna óvissu um framtíð hans en nefnd sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, heil­brigðisráðherra skipaði í októ­ber til að skoða rekst­ur Land­spít­al­ans gaum­gæfi­lega mun skila niður­stöðum sín­um í júní.

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son seg­ir að skoðað verði hvort gera eigi Land­spít­al­ann að op­in­beru hluta­fé­lagi en að nefnd­in hafi ekki tekið ákvörðun um neitt enn. Hann viti hins veg­ar til þess að vilji sé til þess hjá mörg­um inn­an spít­al­ans að svo verði og að reynsla frá Nor­egi sé góð. Verði Land­spít­al­inn gerður að op­in­beru hluta­fé­lagi gæti það aukið sveigj­an­leika í rekstri.

Björn Zoëga seg­ir að sér finnst koma til greina að ein­falda stjórn­un spít­al­ans, hvort sem það verði gert með því að breyta lög­um eða rekstr­ar­formi spít­al­ans.

Magnús Páls­son, hætti sem for­stjóri spít­al­ans í byrj­un mánaðar­ins og nýr for­stjóri verður ekki ráðinn fyrr en 1. sept­em­ber. Á meðan gegna Anna Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar, og Björn Zoëga, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga, sam­eig­in­lega starfi for­stjóra spít­al­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka