Vegir eru víðast hvar auðir samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar en þó eru á einstaka stað hálkublettir áútvegum eða á fjallvegum. Þá eru vegir sem yfirleitt eru ófærir yfir veturinn nú óðum að opnast. Á Vestfjörðum er búið að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. ÁAusturlandi er Öxi orðin fær og sunnanlands stendur til að skoða bæði Nesjavallaleiðina og Lyngdalsheiði eftir helgi.
Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir víða og eru flutningsaðilar beðnir að kynna sér það nánar í síma 1777