Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um 6,2% á fyrra helmingi yfirstandandi rekstrarárs Spalar frá sama tímabili í fyrra. Þá fóru tæplega 790.000 bílar um göngin á sex mánuðum en tæplega 840.000 nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Spalar sem á og rekur göngin.
Langmest aukning var í nóvember eða um 17,7% frá sama mánuði 2006. Umferðin í janúar og febrúar í ár var hins vegar litlu meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Nettótekjur Spalar af umferðinni drógust saman um 6% á sama tíma og bílunum fjölgaði um 6,2%. Ástæðan er lækkun á gjaldskrá.