Abbas heimsækir Ísland

Mahmoud Abbas.
Mahmoud Abbas. AP

Mahmoud Abbas forseti palestínsku heimastjórnarinnar heimsækir Íslandi á morgun. Abbas mun eiga fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og snæða hádegisverð á Bessastöðum. Síðdegis mun hann eiga fund með Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra.

Abbas er á leið til Bandaríkjanna til fundar við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Washington, að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert