Hlýindi í kortunum í sumar?

Veðurfræðingar á Norðurlöndunum spá því að komandi sumar verði það hlýjasta í Evrópu í 150 ár. Samkvæmt því verður veðrið á Norðurlöndunum með allra besta móti, en langtímaspár benda til þess að það verði bæði hlýrra og þurrara en í meðalári. Hlýindi á meginlandinu valda oft vætu á Íslandi. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó enn ekki hægt að slá neinu föstu um það, langtímaspár bendi ekki til þess að mikil rigning verði á Íslandi í sumar.

Rætt er við Óla Þór Árnason veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands um langtímaspá og horfur fyrir íslenska sumarið.

Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:

Lækkun á hlutabréfamarkaði

Rannsókn á skotárás Ísraelshers á myndatökumann

Sandinum skilað í Víkurfjöru 

Rútuslys á Spáni rannsakað

Mótmælastaða við héraðsdóm

Víkingur 100 ára 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert