Íhugar að bjóða óverðtryggð íbúðalán

Allianz á Íslandi, sem er í eigu sparisjóðsins Byrs, stefnir að því að veita óverðtryggð lán til íbúðakaupa. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.

Fyrirtækið hefur kannað íslenska fasteignamarkaðinn um nokkurra mánaða skeið en hefur ekki ákveðið hvort eða hvenær af áformunum verður.

Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi, sagði að lánin yrðu í evrum og á föstum vöxtum til tíu ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka