Árni Þór Helgason fann mannabein á Fjallaskaga í Ísafjarðarsýslu í gær. Hann var þar á ferð ásamt Friðfinni Sigurðssyni sem kom beininu til Jóns Sigurpálssonar safnvarðar til aldursgreiningar.
Friðfinnur hefur ákveðnar kenningar um fundinn og segist gruna að beinið sé frá Spánverjavígunum árið 1615.
„Þetta mun vera 9. eða 10. rifbein vinstra megin. Við leituðum ekkert betur, en ég hef grun um að það sé meira af beinum þarna“, segir Friðfinnur.