Skipuð prófessor á Bifröst

Elín Blöndal.
Elín Blöndal.

Elín Blöndal hefur verið skipuð í stöðu prófessors við Háskólann á Bifröst á grundvelli dómnefndarmats.

Elín lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1992 og meistaraprófi í þjóðarrétti frá Háskólanum í Leiden í Hollandi árið 1996. Hún starfaði áður sem lögfræðingur í nefndadeild Alþingis, deildarstjóri vinnumála í félagsmálaráðuneytinu og skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis. Frá árinu 2004 hefur hún starfað sem dósent og forstöðumaður Rannsóknaseturs í vinnurétti við Háskólann á Bifröst.

Elín hefur ritað fjölmargar greinar og álitsgerðir á sviði lögfræði, en sérsvið hennar eru einkum vinnuréttur, mannfréttindi og stjórnsýsluréttur. Hún hefur setið í og stýrt fjölmörgum nefndum og ráðum, m.a. á vegum hins opinbera, stýrt rannsóknaverkefnum hér á landi og tekið virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi.

Elín á nú m.a. sæti í sérfræðinganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um vinnurétt, rannsóknarhópi samtaka evrópskra vinnuréttarlögfræðinga, ráðgjafarnefnd Nordic500, norræns rannsóknarverkefnis um hlutfall kvenna í stjórnum o.fl. á Norðurlöndum, í ráðgjafarráði Tímarits lögfræðinga, stjórn Vinnuréttarfélags Íslands, stjórn Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins  auk þess sem hún situr í háskólaráði og siðanefnd Háskólans á Bifröst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert