Verja stöðu ríkissjóð og styrkja stöðu útflutnings

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Frikki

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að þjóðhagslegar horfur hafi verið að breytast á síðustu vikum og séu heldur neikvæðari en þær voru í janúarspá fjármálaráðuneytisins. Hins vegar hafi verið reiknað með því að þessar horfir versni.  

Sagði Árni, að vinna þurfi í því að þessar horfur batni með því annars vegar, að verja  stöðu ríkissjóðs og hins vegar að styrkja stöðu útflutnings og vera tilbúnir til að taka við meiri erlendum fjárfestingum sem síðar leiði til meiri útflutningstekna. 

Verið var að ræða endurskoðaða þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, sem kom út í síðustu viku. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hóf umræðuna og gagnrýndi m.a. þann mun, sem væri á spánni og nýlegri spá Seðlabankans og sagði að spá fjármálaráðuneytisins væri mun bjartsýnni.

Árni sagði enga ástæðu til að gera þjóðhagsspár tortryggilegar þótt þeim beri ekki fullkomlega saman. 

Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar, sagði í umræðunni, að ekki væri ástæða til að endurskoða gildandi fjárlög eða forsendur þeirra eins og sakir stæðu fari svo að það verði nauðsynlegt muni enginn víkja sér undan því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert