Vilja að íslenskir ráðamenn ræði mannréttindamál við Abbas

Mahmud Abbas.
Mahmud Abbas. AP

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent samhljóða bréf til  Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands,  og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra.

Í bréfinu er vakin athygli á alvarlegu ástandi mannréttinda á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum og eru íslenskir ráðamenn hvattir til að taka upp mannréttindamál í viðræðum við Mahmud Abbas, forseta Palestínumanna, sem kemur við á Íslandi á morgun á leið sinni til Bandaríkjanna. Í bréfinu er vakin athygli á alvarlegu ástandi mannréttinda á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum og eru íslenskir ráðamenn hvattir til að taka upp mannréttindamál í viðræðum við Mahmud Abbas.

Eru Ólafur Ragnar og Ingibjörg Sólrún sérstaklega hvött til að fara þess á leit við Abbas, að hann staðfesti ekki dauðadóm yfir hinum 23 ára gamla Tha´er Mahmoud Husni Rmailat og komi þannig í veg fyrir yfirvofandi aftöku hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert