Íslandsdeild Amnesty International hefur sent samhljóða bréf til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra.
Í bréfinu er vakin athygli á alvarlegu ástandi mannréttinda á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum og eru íslenskir ráðamenn hvattir til að taka upp mannréttindamál í viðræðum við Mahmud Abbas, forseta Palestínumanna, sem kemur við á Íslandi á morgun á leið sinni til Bandaríkjanna. Í bréfinu er vakin athygli á alvarlegu ástandi mannréttinda á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum og eru íslenskir ráðamenn hvattir til að taka upp mannréttindamál í viðræðum við Mahmud Abbas.
Eru Ólafur Ragnar og Ingibjörg Sólrún sérstaklega hvött til að fara þess á leit við Abbas, að hann staðfesti ekki dauðadóm yfir hinum 23 ára gamla Tha´er Mahmoud Husni Rmailat og komi þannig í veg fyrir yfirvofandi aftöku hans.