Alcoa kærir þjófnað af álverslóð

Álverið í Reyðarfirði.
Álverið í Reyðarfirði.

Lögreglan hefur lagt hald á þýfi sem stolið var af álverslóð Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð.  Fram kom í fréttum Útvarpsins, að tollayfirvöld hafi gert þýfið upptækt en það fannst í þremur póstsendingum og vó samtals um 90 kíló.

Útvarpið sagði, að Alcoa hefði lagt fram kæru vegna málsins. Fjórir menn eru grunaðir vegna málsins og verða þeir  yfirheyrðir á næstu dögum. Mennirnir eru af erlendu bergi brotnir og telur lögregla líklegt að þeir hafi ætlað að koma þýfinu í verð í heimalöndum sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert