Bílstjórar fóru með friði

Um 20 flutningabílar voru á Álftanesvegi.
Um 20 flutningabílar voru á Álftanesvegi. mbl.is/Júlíus

Flutn­inga­bíl­stjór­ar fóru með friði frá Álfta­nesi eft­ir viðræður við lög­reglu. Um tíma var mik­ill hiti í þeim vegna aðgerða lög­reglu og voru tveir tug­ir flutn­inga­bíla kyrr­stæðir á Álfta­nes­vegi um há­deg­is­bil.

Flutn­inga­bíl­stjór­ar ákváðu í dag að aka fram­hjá af­leggj­ar­an­um að Bessa­stöðum þar sem Mahmud Abbas, for­seti Palestínu­manna, snæddi há­deg­is­verð. Sér­sveit­ar­menn lokuðu af­leggj­ar­an­um til að tryggja að bíl­stjór­arn­ir færu ekki þangað. Þá voru lög­reglu­menn með mynda­vél­ar og mynduðu flutn­inga­bíl­ana en bíl­stjór­arn­ir höfðu lofað því að fara eft­ir um­ferðarregl­um við akst­ur­inn. Bíl­stjór­arn­ir voru afar óánægðir með aðgerðir lög­reglu og hótuðu m.a. að skilja bíla sína eft­ir á veg­in­um.

Eft­ir stutt­ar viðræður sagðist Sturla Jóns­son, talsmaður bíl­stjóra, hafa hand­salað sam­komu­lag við lög­regl­una um að eng­ir eft­ir­mál­ar yrðu af aðgerðum bíl­stjór­anna og þeir myndu fara á brott með friði.  

Sturla Jónsson ræðir við lögreglumenn.
Sturla Jóns­son ræðir við lög­reglu­menn. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert