Eldur í húsi í Skúlaskeiði

Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Skúlaskeiði 22 í Hafnarfirði. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning kl. 20:15 um að eldur hefði kviknað í húsinu.

Eldurinn kom upp á annarri hæð. Húsið virðist hafa verið mannlaust en töluverðar skemmdir eru á eigninni, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka