Forsetafundur á Bessastöðum

Talsverð öryggisgæsla var við Bessastaði þegar Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, kom ásamt fríðu föruneyti til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í morgun. Vel virtist fara á með þeim Ólafi og Abbas áður en þeir héldu til viðræðna í lokuðu fundarherbergi.

Eftir fundinn sagðist Abbas vera afar ánægður með að vera kominn til Íslands þar sem leiðtogafundur stórveldanna var haldin 1986. Sagði hann þann fund sýna, að smáþjóðir gætu haft mikil áhrif á alþjóðavettvangi. Ísland hefði sýnt mikinn áhuga á að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Abbas er á leið til Washington í Bandaríkjunum til fundar við George W. Bush, forseta. Nánar er fjallað um dvöl Abbas á Íslandi í sjónvarpi mbl.

Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:

Soffía Vagnsdóttir, oddviti K-lista í Bolungarvík: Var of fyrirferðarmikil

Forkosningar í Pennsylvaníu geta ráðið úrslitum fyrir Clinton

Seðlabankastjóri: minni bankar sameinist

Samráð um betri kjör

Enn einn sinubruninn í Hafnarfirði

Ávísanir til bókakaupa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert