Forsetafundur á Bessastöðum

Tals­verð ör­ygg­is­gæsla var við Bessastaði þegar Mahmoud Abbas, for­seti Palestínu­manna, kom ásamt fríðu föru­neyti til fund­ar við Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, í morg­un. Vel virt­ist fara á með þeim Ólafi og Abbas áður en þeir héldu til viðræðna í lokuðu fund­ar­her­bergi.

Eft­ir fund­inn sagðist Abbas vera afar ánægður með að vera kom­inn til Íslands þar sem leiðtoga­fund­ur stór­veld­anna var hald­in 1986. Sagði hann þann fund sýna, að smáþjóðir gætu haft mik­il áhrif á alþjóðavett­vangi. Ísland hefði sýnt mik­inn áhuga á að koma á friði fyr­ir botni Miðjarðar­hafs.

Abbas er á leið til Washingt­on í Banda­ríkj­un­um til fund­ar við Geor­ge W. Bush, for­seta. Nán­ar er fjallað um dvöl Abbas á Íslandi í sjón­varpi mbl.

Aðrar helstu frétt­ir í sjón­varpi mbl:

Soffía Vagns­dótt­ir, odd­viti K-lista í Bol­ung­ar­vík: Var of fyr­ir­ferðar­mik­il

For­kosn­ing­ar í Penn­sylvan­íu geta ráðið úr­slit­um fyr­ir Cl­int­on

Seðlabanka­stjóri: minni bank­ar sam­ein­ist

Sam­ráð um betri kjör

Enn einn sinu­brun­inn í Hafnar­f­irði

Ávís­an­ir til bóka­kaupa

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert