Friðarfundur á Íslandi?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fundaði með Mahmoud Abbas leiðtoga Palestínu í Ráðherrabústaðnum í dag. Meðal þess sem rætt var staða friðarviðræðanna milli Ísraela og Palestínumanna, lausn deilunnar og mögulega aðkomu Íslendinga að henni. 

Á fundinum tilkynnti Ingibjörg jafnframt að hún hafi skipað sérstakan fulltrúa gagnvart palestínsku stjórnvöldum. 

„Ég tilkynnti honum um það að nú hefðum við Íslendingar skipað sérstakan fulltrúa gagnvart palestínskum stjórnvöldum. [...] Í öðru lagi þá var um það rætt hvort við gætum látið þessi mál til okkar taka, m.a. með því að bjóða saman palestínskum þingmönnum og ísraelskum hingað til lands til að eiga viðræður og tala líka við íslenska stjórnmálamenn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka