Hvetja fólk til að prenta peninga

„Nú er tæki­færi til að kýla á það. Það er kom­in kreppa og þess vegna ætti fólk að drífa í því og prenta pen­inga. Að vísu fylg­ir sá bögg­ull skammrifi að maður get­ur bara notað pen­ing­inn til að kaupa bæk­ur," seg­ir Kristján B. Jónas­son, formaður Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda.

Á vefsíðunni bo­kaut­gafa.is er hægt að prenta út ávís­an­ir, sem hver um sig gild­ir sem 1.000 króna greiðsla upp í ís­lenska bók, sem kost­ar að lág­marki 3.000 krón­ur. Lands­menn geta prentað út eins marg­ar ávís­an­ir og þeir kjósa. "Í tvær vik­ur gef­um við ótak­markað magn af pen­ing­um í bóka­hag­kerf­inu," seg­ir Kristján. Vika bók­ar­inn­ar hófst í gær og frá og með deg­in­um í dag og til 4. maí gilda ávís­an­irn­ar í öll­um bóka­búðum.

Ávís­un­inni átti einnig að dreifa með 24 stund­um í dag. Vegna bil­un­ar í prent­smiðju Land­sprents fylgdi ávís­un­in ekki blaðinu. Unnið er að því að tryggja að hún geti fylgt blaðinu á morg­un, en bóka­áhuga­menn geta eins og áður seg­ir prentað pen­inga að vild á bo­kaut­gafa.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert