Leituðu manns með riffil

Lögreglan var með viðbúnað vegna tilkynningar um vopnaðan mann.
Lögreglan var með viðbúnað vegna tilkynningar um vopnaðan mann. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um skothvelli og mann með riffil er fór inn í Kassagerðina við Köllunarklettsveg seint í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var vegna málsins. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út og nærliggjandi götum lokað um tíma, s.s. Sæbraut og Kleppsvegi. Upp úr miðnætti varð hins vegar ljóst að um falska tilkynningu var að ræða.

Þrír ungir karlmenn sem voru í porti við Kassagerðina voru þó handteknir. Aðalvarðstjóri sem Morgunblaðið ræddi við bjóst við að þeim yrði sleppt strax. Mennirnir voru ölvaðir. Hvað varðar skothvelli sagði varðstjórinn að rúða hefði verið brotin í anddyri Kassagerðarinnar, það gæti skýrt hávaðann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka