Meirihlutasamstarfi slitið í Bolungarvík

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. mbl.is/Gunnar

Meiri­hluta­sam­starfi A-lista og K-lista í Bol­ung­ar­vík var slitið í gær. Anna Guðrún Ed­vards­dótt­ir, full­trúi A-lista, Afls til áhrifa, seg­ir að þetta hafi verið ákveðið á fundi í gær. „Hér hef­ur verið kraum­andi und­ir­liggj­andi ágrein­ing­ur sem hef­ur ekki farið upp á yf­ir­borðið,“ seg­ir Anna. Trúnaðarbrest­ur og ágrein­ing­ur í sam­starf­inu hafi farið stig­vax­andi.

Anna seg­ir ágrein­ing­inn einkum hafa lotið að yf­ir­lýs­ing­um full­trúa K-lista um ýmis stór mál, eins og olíu­hreins­un­ar­stöð, sem kynnt­ar hafi verið sem afstaða bæj­ar­stjórn­ar. Þetta hafi verið gert án þess að bæj­ar­stjórn hafi ályktað um málið. Óumflýj­an­legt hafi verið með til­liti til hags­muna bæj­ar­fé­lags­ins og íbúa þess að slíta sam­starf­inu.

K-lista­menn hafa haft þrjá full­trúa í bæj­ar­stjórn­inni, en A-listi einn full­trúa. Þá var Grím­ur Atla­son ráðinn bæj­ar­stjóri eft­ir kosn­ing­arn­ar 2006.

Anna seg­ir óráðið hvað taki við. Það verði að koma í ljós á næstu dög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert