Meirihluti styður ferð ráðherra á ÓL í Kína

Meiri­hluti þjóðar­inn­ar, eða 53,7% vill að full­trúi ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði viðstadd­ur setn­ing­ar­at­höfn ólymp­íu­leik­anna í Pek­ing í ág­úst, að því er kem­ur fram í nýrri skoðana­könn­un Frétta­blaðsins. 46,3%  eru því mót­fall­in.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra, hef­ur sagt að hún ætli að þiggja boð ís­lensku íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar og vera viðstödd setn­ing­ar­at­höfn­ina.

Fram kem­ur í Frétta­blaðinu, að stuðning­ur við för Þor­gerðar sé meiri á höfuðborg­ar­svæðinu en á lands­byggðinni. Þá vilji fleiri karl­ar en kon­ur að ráðherr­ann verði við setn­ing­ar­at­höfn­ina. Mest­ur er stuðning­ur­inn við för Þor­gerðar meðal sjálf­stæðis­fólks, rétt tæp­lega sjö­tíu pró­sent, en minnst­ur stuðning­ur meðal Vinstri grænna, 67,5% þeirra eru and­víg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert