Meirihluti styður ferð ráðherra á ÓL í Kína

Meirihluti þjóðarinnar, eða 53,7% vill að fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar verði viðstaddur setningarathöfn ólympíuleikanna í Peking í ágúst, að því er kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 46,3%  eru því mótfallin.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur sagt að hún ætli að þiggja boð íslensku íþróttahreyfingarinnar og vera viðstödd setningarathöfnina.

Fram kemur í Fréttablaðinu, að stuðningur við för Þorgerðar sé meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þá vilji fleiri karlar en konur að ráðherrann verði við setningarathöfnina. Mestur er stuðningurinn við för Þorgerðar meðal sjálfstæðisfólks, rétt tæplega sjötíu prósent, en minnstur stuðningur meðal Vinstri grænna, 67,5% þeirra eru andvíg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert