Missti stjórn á skapi sínu

Vörubílar á Reykjanesbraut í dag.
Vörubílar á Reykjanesbraut í dag. mbl.is/Júlíus

Ökumaður sem varð fyr­ir töf­um vegna aðgerða vöru­bíl­stjóra á Reykja­nes­braut laust eft­ir há­degi í dag missti stjórn á skapi sínu og ók með offorsi og grjótaustri framúr langri bílaröð, og var á end­an­um hand­tek­inn.

Flutn­inga­bíl­stjór­ar tepptu all­ar ak­rein­ar til aust­urs í brekk­unni um há­deg­is­bilið, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar, og óku á um 50 km hraða.

Við það myndaðist löng röð bíla fyr­ir aft­an flutn­inga­bíl­ana. Ökumaður fólks­bíls í röðinni virt­ist ósátt­ur við taf­irn­ar og spændi eft­ir ve­göxl­inni framúr röðinni, svo að grjóti rigndi yfir aðra bíla.

Hinn æsti ökumaður stöðvaði bíl sinn fyr­ir fram­an flutn­inga­bíl­ana, og svo fór að hann var hand­tek­inn og flutt­ur á lög­reglu­stöð, þar sem verið er að ræða við hann.

Að sögn lög­reglu er hann eitt­hvað far­inn að ró­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert