Óánægja með lokun umdeilds bloggs

Töluverð umræða skapaðist á netheimum um helgina vegna lokunar bloggs Skúla Skúlasonar, hrydjuverk.blog.is. Bloggið hafði verið í notkun í rúmlega ár og uppistaðan í skrifunum gagnrýni á ýmsar hliðar íslam.

Að sögn Ingvars Hjálmarssonar, netstjóra mbl.is, virðist sem misskilnings gæti í umfjöllun og umræðum um lokunina, því ekki hafi verið um ritskoðun að ræða, heldur hafi lokunin verið framkvæmd í samráði við höfund bloggsins þegar ljóst var að færslurnar brutu í bága við landslög.

Færslurnar taldar brjóta lög

Í framhaldi af niðurstöðu lögfræðingsins var Skúla sendur tölvupóstur þar sem þess var óskað að hann fjarlægði þá umfjöllun af síðu sinni sem gæti verið brot á lögum: „Svar hans var í aðalatriðum á þann veg að líklega færi best á því að loka síðunni sem við gerðum svo í framhaldi,“ segir Ingvar.

Ritstýra ekki efni á Blog.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert