Ósáttir við myndatöku lögreglu

Atvinnubílstjórar vöktu athygli á málstað sínum er Mahmud Abbas leiðtogi Palestínu snæddi hádegisverð á Bessastöðum í dag.

Sérsveitarmenn lokuðu afleggjaranum að Bessastöðum til að tryggja að bílstjórarnir færu ekki þangað. En bílstjórarnir voru ósáttir við að lögreglan skyldi mynda aðgerðirnar í bak og fyrir en þeir töldu sig vera með friðsamleg mótmæli að höfðu samráði við lögregluna.

Eftir stuttar viðræður sagðist Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, hafa handsalað samkomulag við lögregluna um að engir eftirmálar yrðu af aðgerðum bílstjóranna og þeir myndu fara á brott með friði. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka