Segja hveralykt frá væntanlegum virkjunum hverfandi

Frá Hellisheiði.
Frá Hellisheiði. mbl.is/ÞÖK

Orkuveita Reykjavíkur segir, að fyrirhugaðar framkvæmdir við jarðgufuvirkjanir við Hverahlíð og Bitru á Hellisheiði hafi tekið veigamiklum breytingum frá því upphafleg matstillaga kom fram. Megi m.a. þakka það athugasemdum og ábendingum sem fram komu meðan á mati á umhverfisáhrifum hefur staðið.

OR segir að meðal breytinga sé, að 99% af brennisteinsvetni verði fargað og hveralykt frá virkjununum verði því hverfandi. Þá hafi framkvæmdasvæði Bitruvirkjunar verið minnkað um u.þ.b. 2/3, úr 675  hekturum í 285.

60% af gufulögnum í Bitru verða neðanjarðar, 30% gerðar torsýnilegar frá algengustu gönguleiðum með mönum og um einn tíundi hluti gufulagnanna verður með sama hætti og í eldri virkjunum.

Þá hefur framkvæmdasvæði Bitruvirkjunar verið fært lengra frá  hverasvæðum á Ölkelduhálsi, húsbyggingar verði staðsettar þannig að hæðir og ásar í landslagi  nýtt til að gera mannvirkin torsýnileg frá gönguleiðum.

Rafmagn frá virkjununum verður lagt í jarðstreng að núverandi línum á Hellisheiðinni.

Hægt er að nálgast matsskýrsluna í heild ásamt fylgiskjölum á vef Orkuveitunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert