Tók bílinn af syninum

Lögreglan á Akranesi segir, að kvartað hafi verð ítrekað undan hraðakstri og spyrnu sama ökumanns í bænum en hann neitaði öllum sakargiftum í viðræðum við lögreglu. Voru foreldrar hans látnir vita af afskiptum lögreglu og því að ítrekað hefði verið kvartað undan honum.  

Móður ökuþórsins leist ekki betur á en svo að hún tók bílinn af drengnum. Á vef Akraneslögreglunnar segir, að pilturinn hafi ekki verið blíður á manninn við lögregluna næst þegar fundum þeirra bar saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka