Veiðiþjófar staðnir að verki

Fjórir veiðiþjófar voru staðnir að verki í Soginu um helgina. Einn þeirra hvarf á braut eftir að veiðimaður, með lögbundin veiðileyfi, benti honum á að um lögbrot væri að ræða. Hins vegar létu þrír mannanna slíkt tal sem vind um eyru þjóta og þurfti því að kalla til lögreglu. Mennirnir yfirgáfu svæðið þegar lögreglu bar að garði.

Jóhann Þorbjörnsson, sem var við kennslu í Soginu, undrast afskiptaleysi lögreglunnar, sem hafi ekki tekið niður nöfn veiðiþjófanna eða gert skýrslu um málið. Segir hann að lögreglumenn hafi tjáð sér að þeir gætu ekkert gert í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert