21 handtekinn í dag

00:00
00:00

Alls var 21 maður hand­tek­inn í aðgerðum lög­reglu á Suður­lands­vegi við Norðlinga­holt vegna mót­mæla flutn­inga­bíl­stjóra í dag og lagt var hald á sex­tán öku­tæki. Vöru­flutn­inga­bíl­stjór­ar lögðu bíl­um sín­um á fyrr­nefnd­um stað í morg­un og lokuðu fyr­ir um­ferð.

Eins og komið hef­ur fram þurfti lög­regl­an m.a. að beita varnarúða en áður höfðu bíl­stjór­arn­ir hunsað ít­rekuð fyr­ir­mæli lög­reglu um að færa bíl­ana úr stað. Einn lög­reglumaður slasaðist í átök­un­um er hann fékk grjót í höfuðið og var hann flutt­ur á slysa­deild. Hann er ekki al­var­lega slasaður. Í hópi hinna hand­teknu voru umráðamenn öku­tækja sem neituðu að hlýða ít­rekuðum fyr­ir­mæl­um lög­reglu.

Lög­regl­an seg­ir, að til rann­sókn­ar séu ætluð brot þeirra gegn 168. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga og 1. mgr. 27. gr. um­ferðarlaga, sem fjalla um rösk­un á um­ferðarör­yggi á al­fara­leiðum og að hafa lagt öku­tæki á þeim stað að valdið geti hættu eða óþarfa óþæg­ind­um fyr­ir um­ferðina.

mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert