Baugur Group hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fyrirtækinu Baugi Group Útflutningsverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.

Þetta er í 20. sinn sem verðlaunin eru veitt og af því tilefni voru veittar heiðursviðurkenningar til þriggja einstaklinga. Þeir eru Einar Benediktsson fyrrum sendiherra, Rögnvaldur Ólafsson dósent og Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður.

Hjá fyrirtækjum sem Baugur Group er kjölfestufjárfestir í starfa um 70 þúsund manns í yfir 4300 verslunum og nam velta fyrirtækjanna á síðasta rekstrarári um níu milljörðum punda, eða rúmum 1300 milljörðum íslenskra króna. Baugur Group fær í hendur sérhannaðan verðlaunagrip og skjal, auk þess sem verðlaunahafi fær leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt í fimm ár frá afhendingu. Verðlaunagripurinn í ár er gerður af Huldu Hákon myndlistarmanni en merki Útflutningsverðlaunanna er eins og áður hannað af Hilmari Sigurðssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert