Hópur atvinnubílstjóra er nú að búa sig í mótmælaaðgerðir í morgunsárið. Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, sagði í samtali við blaðamann mbl.is fyrir stundu að hópurinn væri á leið í Ártúnsbrekku til að kanna þar aðstæður.
Sturla sagði óljóst hversu margir bílstjórar ætluðu að taka þátt í aðgerðum í dag það væri að „safnast í hópinn". Þá sagði hann atvinnubílstjóra ætla að hvetja aðra til að koma út úr bílum sínum og taka þannig þátt í mótmælunum.