Bílstjórar „taka hvíldartíma" á Suðurlandsvegi

mbl.is/Júlíus

Atvinnubílstjórar eru nú að loka Suðurlandsvegi við Olís-stöðina við Rauðavatn í báðar áttir. Samkvæmt upplýsingum blaðamanna mbl.is sem er á staðnum eru um tuttugu flutningabílar á staðnum og fjölgar jafnt og þétt í hópnum.

Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, sagði í samtali við mbl.is í morgun að bílstjórarnir væru að taka hvíldartíma og að það væri misjafnt eftir mönnum hversu langan vinnutíma þeim bæri að taka.

Þá sagðist hann bíða eftir því  að þjóðin fari að „standa í lappirnar"  og taka þátt í mótmælaaðgerðum bílstjóranna. Spurður um það hvort það flæki ekki málið að bílstjórar séu að mótmæla álögum sem varði allt samfélagið annars vegar og atriðum er varða atvinnumál þeirra hins vegar sagði hann að svona væri þetta bara. Sum hagsmunamál varði aðallega þrönga hópa en önnur bæði einstaka hópa og samfélagið í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert