Danskar herþotur við æfingar

F-16 þota danska flughersins yfir Akureyri í gær.
F-16 þota danska flughersins yfir Akureyri í gær. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Nokkrar F-16 þotur danska flughersins eru nú við æfingar hér við land, og í gær voru tvær þeirra í aðflugi á Akureyrarflugvelli, sem er varavöllur vélanna á æfingunum, sem fara annars að mestu fram yfir sjó vestur af Keflavík.

Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum, sem eru þjónustuaðili danska flughersins hér á landi, fara æfingar vélanna fram í yfir fimm þúsund feta hæð og lengst af yfir sjó. Þeirra ætti því ekki að verða vart á jörðu niðri, nema þegar vélarnar eru í aðflugi, eins og fyrir norðan í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert