Hreinn nýr vegamálastjóri

Hreinn Haraldsson.
Hreinn Haraldsson.

Kristján L. Möller, sam­gönguráðherra, hef­ur sett Hrein Har­alds­son í embætti vega­mála­stjóra til eins árs, frá 1.maí. Hreinn er jarðfræðing­ur að mennt og kom til starfa hjá Vega­gerðinni árið 1981. Hann hef­ur und­an­farið gegnt þar starfi fram­kvæmda­stjóra þró­un­ar­sviðs.

Rök­stuðning­ur Kristjáns fyr­ir ráðning­unni er birt­ur á heimasíðu sam­gönguráðuneyt­is­ins. Þar seg­ir að gerðar hafi verið kröf­ur um há­skóla­mennt­un í verk­fræði eða sam­bæri­leg mennt­un, víðtæka reynslu af stjórn­un­ar­störf­um og áætlana­gerð, frum­kvæði og leiðtoga­hæfni og reynslu og hæfi­leika til að miðla upp­lýs­ing­um ásamt hæfni í sam­skipt­um. 

Tíu sóttu um starfið og seg­ir Kristján, að eft­ir ít­ar­lega og mál­efna­lega skoðun á um­sókn­um og atriðum sem fram komu í viðtöl­um við um­sækj­end­ur, sé  það sitt mat að Hreinn Har­alds­son sé hæf­asti um­sækj­and­inn.

Hreinn hafi í störf­um sín­um sýnt mikið frum­kvæði, leiðtoga­hæfni,  getu til að miðla upp­lýs­ing­um og hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um. Hann hafi auk þess sterka framtíðar­sýn fyr­ir Vega­gerðina og sé lík­legri en aðrir um­sækj­end­ur til þess að stuðla að nýbreytni og þróun í starf­semi henn­ar þannig að hún verði burðarás í rann­sókna- og þró­un­ar­vinnu í sam­göngu­mál­um og mót­un sam­göngu­stefnu í sam­ráði við stjórn­völd líkt og gert er ráð fyr­ir í vega­lög­um.

Niðurstaða Capacent ráðninga, sem veitti ráðgjöf við skoðun um­sókna og fram­kvæmd viðtala, var einnig sú að Hreinn væri hæf­ast­ur um­sækj­enda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert