Lögregla beitir táragasi

Lögregla lét til skarar skríða og beitti táragasi á Suðurlandsvegi við Rauðavatn, þar sem bílstjórar og fleira fólk lokuðu götunni. Nokkrir fengu táragas í augun og er verið að hlúa að þeim. Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda og grýtti fólkið lögreglu.  Hafa nokkrir úr röðum mótmælenda verið handteknir.

Bílstjórarnir lokuðu veginum með bílum sínum í morgun og slóst hópur vegfarenda í lið með bílstjórum og stöðvaði bíla sína á veginum, samkvæmt upplýsingum blaðamanns mbl.is sem er á staðnum. Vegurinn var opnaður aftur um tíma en hópur bílstjóra hélt aðgerðunum síðan áfram.  

mbl.is/Júlíus
Bráðaliðar hlúa að manni, sem fékk úða í augun.
Bráðaliðar hlúa að manni, sem fékk úða í augun. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka