Lögregla beitir táragasi

00:00
00:00

Lög­regla lét til skar­ar skríða og beitti tára­gasi á Suður­lands­vegi við Rauðavatn, þar sem bíl­stjór­ar og fleira fólk lokuðu göt­unni. Nokkr­ir fengu tára­gas í aug­un og er verið að hlúa að þeim. Átök brut­ust út á milli lög­reglu og mót­mæl­enda og grýtti fólkið lög­reglu.  Hafa nokkr­ir úr röðum mót­mæl­enda verið hand­tekn­ir.

Bíl­stjór­arn­ir lokuðu veg­in­um með bíl­um sín­um í morg­un og slóst hóp­ur veg­far­enda í lið með bíl­stjór­um og stöðvaði bíla sína á veg­in­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðamanns mbl.is sem er á staðnum. Veg­ur­inn var opnaður aft­ur um tíma en hóp­ur bíl­stjóra hélt aðgerðunum síðan áfram.  

mbl.is/​Júlí­us
Bráðaliðar hlúa að manni, sem fékk úða í augun.
Bráðaliðar hlúa að manni, sem fékk úða í aug­un. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert