Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að lögregla hafi brugðist rétt við aðgerðum bílstjóranna í dag þar sem þær stefndu öryggi almennings í hættu. Honum finnst að bílstjórarnir verði að gera sér grein fyrir því að svona aðgerðir skili engum árangri. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.
Að mati Geirs var það bara tímaspursmál hvenær syði upp úr milli bílstjóra og lögreglu. Geir er sem stendur staddur í Lundúnum en hann hefur fylgst vel með gangi mála í dag.