Lögregla hótar handtökum

mbl.is/Júlíus

Lög­regla hef­ur hótað at­vinnu­bíl­stjór­um, sem loka Suður­lands­vegi, hand­tök­um færi þeir ekki bíla sína. Þá hót­ar lög­regla að láta draga burtu bíl­ana færi bíl­stjór­arn­ir þá ekki. Bíl­stjór­ar segj­ast hins veg­ar hvergi ætla að fara sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðamanns mbl.is sem er á staðnum.

At­vinnu­bíl­stjór­ar lokuðu Suður­lands­vegi klukk­an níu í morg­un og er lög­regla með mik­inn viðbúnað á staðnum. Þar eru nú átta lög­reglu­bíl­ar og fjög­ur lög­reglu­hjól.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert