Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 14%

Álver Norðuráls á Grundartanga.
Álver Norðuráls á Grundartanga. mbl.is

Heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda jókst hér á landi úr 3710 þúsund tonn­um árið 2005 í 4235 þús. tonn árið 2006. Það er aukn­ing um 525.000 tonn, eða 14,2%.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um sem Um­hverf­is­stofn­un hef­ur tekið sam­an fyr­ir skrif­stofu Lofts­lags­samn­ings Sam­einuðu þjóðanna í Bonn. Þetta er mun meiri aukn­ing en spár hafa gert ráð fyr­ir.

Ráðuneytið seg­ir, að stærsta hluta aukn­ing­ar­inn­ar megi skýra með auk­inni los­un frá áliðnaði, sem jókst um 404.000 tonn milli 2005 og 2006, eða um 89%. Aukn­ing­in er öll frá ál­veri Norðuráls á Grund­ar­tanga og teng­ist stækk­un ál­vers­ins þar. Mestu mun­ar um los­un flúor­kol­efna (PFC), sem fór úr 18 þúsund tonn­um CO2-ígilda 2005 í 319 þúsund tonn 2006. Þessi los­un fell­ur und­ir al­menn­ar los­un­ar­heim­ild­ir Íslands sam­kvæmt Kýótó-bók­un­inni, en ekki ís­lenska ákvæðið svo­kallaða, að sögn ráðuneyt­is­ins. 

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá sam­göng­um jókst um 146.000 tonn milli ár­anna 2005 og 2006, eða um 17%, að lang­mestu leyti vegna vega­sam­gangna. Um­hverf­is­ráðherra ósk­ar eft­ir því að Um­hverf­is­stofn­un skoði los­un frá sam­göng­um og beri sam­an los­un á mann á Íslandi og í öðrum ríkj­um sem bera skuld­bind­ing­ar í lofts­lags­mál­um.

Los­un frá sjáv­ar­út­vegi dróst sam­an um 113.000 tonn á milli ár­anna 2005 og 2006, eða um rúm 15%. Sam­drátt­ur var í los­un bæði frá fiski­skipa­flot­an­um og fiski­mjöls­verk­smiðjum. Los­un frá land­búnaði jókst um 33.000 tonn, eða um tæp 7%. Skipt­ing á los­un eft­ir upp­sprett­um er að finna á köku­riti hér að neðan, auk línu­rits yfir þróun í los­un frá stóriðju, sam­göng­um, sjáv­ar­út­vegi og land­búnaði 1990-2006. Los­un­ar­töl­ur frá 2007 liggja enn ekki fyr­ir. Bind­ing kol­efn­is með skóg­rækt og land­græðslu nam um 358.000 tonn­um árið 2006.

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda jókst um rúm 24% frá 1990 til 2006. Á skuld­bind­ing­ar­tíma­bili Kýótó-bók­un­ar­inn­ar, 2008-2012, má los­un þess­ara loft­teg­unda á Íslandi ekki aukast meira en 10% miðað við los­un árið 1990. Að auki hef­ur Ísland sér­staka heim­ild til aukn­ing­ar á los­un kol­díoxíðs frá stóriðju, ís­lenska ákvæðið.

Auk þess að óska eft­ir nýrri los­un­ar­spá frá Um­hverf­is­stofn­un, mun ráðherra boða full­trúa ál­fyr­ir­tækj­anna til fund­ar til þess að ræða skuld­bind­ing­ar Íslands í lofts­lags­mál­um. Árang­ur hef­ur náðst á und­an­förn­um árum í minnk­un á los­un PFC og hef­ur los­un­in hér­lend­is síðustu ár verið með því lægsta sem þekk­ist á tonn af fram­leiddu áli. Yf­ir­leitt er nokk­ur aukn­ing á los­un í upp­hafi starfs­tíma ál­vera eða þegar nýj­ar fram­leiðslu­ein­ing­ar eru tekn­ar í notk­un.

Ráðuneytið seg­ir, að á fund­in­um með ál­fyr­ir­tækj­un­um verði farið yfir þessa los­un, hvort hætta sé á því að hún verði meiri en spáð hafði verið og til hvaða ráðstaf­ana sé hægt að grípa ef í það stefn­ir.

(See attached file: Los­un gróður­húsaloft­teg­unda 2006.doc)(See attached file: mynd1.jpg)(See attached file: mynd2.jpg)(See attached file: mynd3.jpg)

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert