Mótmælin fóru úr böndunum

00:00
00:00

„Við lít­um þetta al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir Hörður Jó­hann­es­son aðstoðarlög­reglu­stjóri aðspurður um mót­mæl­in á Suður­lands­vegi í dag. Hann seg­ir að þau hafi farið úr bönd­un­um. Þá vís­ar hann því á bug að aðgerðir lög­regl­unn­ar hafi verið of harka­leg­ar. „Þetta þolir alla skoðun,“ seg­ir Hörður.

Aðgerðum lög­reglu á vett­vangi lauk á fjórða tím­an­um í dag þegar síðasti flutn­inga­bíll­inn var flutt­ur á brott. Að sögn Harðar voru um 10 manns hand­tekn­ir í mót­mæl­un­um í dag fyr­ir að óhlýðnast fyr­ir­mæl­um lög­reglu á vett­vangi. Þá lagði lög­regl­an hald á um 10 flutn­inga­bíla.

At­hygli vakti að hóp­ur ung­menna safnaðist sam­an á svæðinu og hóf að kasta eggj­um í lög­regl­una. Hörður seg­ir ljóst að með þessu hafi mót­mæl­in verið kom­in út í tóma vit­leysu.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert