Mótmælin fóru úr böndunum

„Við lítum þetta alvarlegum augum,“ segir Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri aðspurður um mótmælin á Suðurlandsvegi í dag. Hann segir að þau hafi farið úr böndunum. Þá vísar hann því á bug að aðgerðir lögreglunnar hafi verið of harkalegar. „Þetta þolir alla skoðun,“ segir Hörður.

Aðgerðum lögreglu á vettvangi lauk á fjórða tímanum í dag þegar síðasti flutningabíllinn var fluttur á brott. Að sögn Harðar voru um 10 manns handteknir í mótmælunum í dag fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu á vettvangi. Þá lagði lögreglan hald á um 10 flutningabíla.

Athygli vakti að hópur ungmenna safnaðist saman á svæðinu og hóf að kasta eggjum í lögregluna. Hörður segir ljóst að með þessu hafi mótmælin verið komin út í tóma vitleysu.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka