Mótmælin virtust stjórnlaus

00:00
00:00

Hörður Jó­hann­es­son aðstoðarlög­reglu­stjóri seg­ir að ástæða þess að lög­regl­an greip til aðgerða á Suður­lands­vegi í dag hafi verið sú, að mót­mæli flutn­inga­bíl­stjóra hafi virst orðin stjórn­laus.

Hörður sagði enn­frem­ur að svo hafi virst sem mót­mæl­end­ur hefðu beint spjót­um sín­um að lög­regl­unni, en það hafi ekki áður gerst í aðgerðum at­vinnu­bíl­stjór­anna und­an­farið.

Þetta kom fram í máli Harðar í viðtali við Sjón­varpið. Sagði Hörður þar enn­frem­ur að aðgerðahóp­ur lög­regl­unn­ar hafi verið í óeirðabún­ing­um og beitt piparúða til varn­ar. Ekki hafi verið tal­in ástæða til að kalla til vopnaða sér­sveit­ar­menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert