Mótmælin virtust stjórnlaus

Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri segir að ástæða þess að lögreglan greip til aðgerða á Suðurlandsvegi í dag hafi verið sú, að mótmæli flutningabílstjóra hafi virst orðin stjórnlaus.

Hörður sagði ennfremur að svo hafi virst sem mótmælendur hefðu beint spjótum sínum að lögreglunni, en það hafi ekki áður gerst í aðgerðum atvinnubílstjóranna undanfarið.

Þetta kom fram í máli Harðar í viðtali við Sjónvarpið. Sagði Hörður þar ennfremur að aðgerðahópur lögreglunnar hafi verið í óeirðabúningum og beitt piparúða til varnar. Ekki hafi verið talin ástæða til að kalla til vopnaða sérsveitarmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert