Samkvæmt heimildum 24 stunda hefur Anna Guðrún Edvardsdóttir fulltrúi A-listans í bæjarstjórn Bolungarvíkur og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins myndað með sér nýjan meirihluta. Anna starfaði áður með K-listanum í meirihluta en sleit því samstarfi á mánudag.
Anna Guðrún segir ástæðu slitanna vera þá að Soffía Vagnsdóttir fráfarandi formaður bæjarráðs og oddviti K-listans sé orðin of umsvifamikil í atvinnustarfsemi í bænum og að það geti leitt til hagsmunaárekstra,
Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur býst ekki við því að vera inni í myndinni hjá nýja meirihlutanum. Hann segist vera furðu lostinn yfir þessum atburðum. „Bolvíkingar eiga betra skilið. Sveitarfélagið hefur ekki efni á svona rugli. Bærinn á eftir að verða í sárum eftir þetta,“ segir hann. ejg