Ólafur nýr ritstjóri

Styrmir Gunnarsson, Gunnhildur Arnar Gunnarsdóttir og Ólafur Þ. Stephensen á …
Styrmir Gunnarsson, Gunnhildur Arnar Gunnarsdóttir og Ólafur Þ. Stephensen á starfsmannafundi í dag. mbl.is/Frikki

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri 24stunda, hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins og aðalritstjóri Árvakurs hf. frá og með 2. júní næstkomandi. Auk Morgunblaðsins gefur Árvakur út 24 stundir og mbl.is.

Sama dag lætur Styrmir Gunnarsson af starfi ritstjóra Morgunblaðsins fyrir aldurs sakir. Styrmir Gunnarsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá 1972, en hann kom fyrst til starfa á Morgunblaðinu sem blaðamaður 2.júní 1965.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, hefur verið ráðin ritstjóri 24 stunda frá 2.júní, en hún hefur verið fréttastjóri blaðsins frá haustinu 2006.

Þessar breytingar voru kynntar á starfsmannafundi Árvakurs nú síðdegis. Þar kom einnig fram að fyrir liggur að nokkrar breytingar verði á stjórn fyrirtækisins á aðalfundi, sem haldinn verður 28. apríl. Meðal annars verður þar lagt til að Þór Sigfússon, sem kemur nýr inn í stjórnina, verði stjórnarformaður Árvakurs og Stefán Eggertsson verði varaformaður. Aðrir í aðalstjórn verði Kristinn Björnsson, Skúli Valberg Ólafsson og Ásdís Halla Bragadóttir, sem einnig kemur ný inn í stjórn. 

Ólafur Stephensen á starfsmannafundi Árvakurs.
Ólafur Stephensen á starfsmannafundi Árvakurs. mbl.is/KGA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka