Ólafur nýr ritstjóri

Styrmir Gunnarsson, Gunnhildur Arnar Gunnarsdóttir og Ólafur Þ. Stephensen á …
Styrmir Gunnarsson, Gunnhildur Arnar Gunnarsdóttir og Ólafur Þ. Stephensen á starfsmannafundi í dag. mbl.is/Frikki

Ólaf­ur Þ. Stephen­sen, rit­stjóri 24­stunda, hef­ur verið ráðinn rit­stjóri Morg­un­blaðsins og aðal­rit­stjóri Árvak­urs hf. frá og með 2. júní næst­kom­andi. Auk Morg­un­blaðsins gef­ur Árvak­ur út 24 stund­ir og mbl.is.

Sama dag læt­ur Styrm­ir Gunn­ars­son af starfi rit­stjóra Morg­un­blaðsins fyr­ir ald­urs sak­ir. Styrm­ir Gunn­ars­son hef­ur verið rit­stjóri Morg­un­blaðsins frá 1972, en hann kom fyrst til starfa á Morg­un­blaðinu sem blaðamaður 2.júní 1965.

Gunn­hild­ur Arna Gunn­ars­dótt­ir, hef­ur verið ráðin rit­stjóri 24 stunda frá 2.júní, en hún hef­ur verið frétta­stjóri blaðsins frá haust­inu 2006.

Þess­ar breyt­ing­ar voru kynnt­ar á starfs­manna­fundi Árvak­urs nú síðdeg­is. Þar kom einnig fram að fyr­ir ligg­ur að nokkr­ar breyt­ing­ar verði á stjórn fyr­ir­tæk­is­ins á aðal­fundi, sem hald­inn verður 28. apríl. Meðal ann­ars verður þar lagt til að Þór Sig­fús­son, sem kem­ur nýr inn í stjórn­ina, verði stjórn­ar­formaður Árvak­urs og Stefán Eggerts­son verði vara­formaður. Aðrir í aðal­stjórn verði Krist­inn Björns­son, Skúli Val­berg Ólafs­son og Ásdís Halla Braga­dótt­ir, sem einnig kem­ur ný inn í stjórn. 

Ólafur Stephensen á starfsmannafundi Árvakurs.
Ólaf­ur Stephen­sen á starfs­manna­fundi Árvak­urs. mbl.is/​KGA
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert