Refir í Heiðmörkinni

Refur hefur verið á kreiki í Heiðmörk á liðnum árum og átt sinn þátt í að fækka grágæs í nágrenni við vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Talið er að um þrjú greni séu á svæðinu milli Heiðmerkur og Bláfjalla og hafa refir tekið gæsaegg og grafið í jörðu hér og þar. Egg hafa komið sums staðar í ljós ef jarðvegur hefur fokið ofan af þeim. Einnig hefur refurinn veitt gæsaunga og jafnvel kanínur að sögn heimildarmanns. Ekki nóg með það heldur munu refir hafa sótt í grillmatarafganga sem fólk hefur skilið eftir í ruslafötum.

Nokkuð fór að verða vart við refi á svæðinu eftir 1990 og hefur meindýraeyðir Reykjavíkurborgar fengið fáein útköll vegna refa á liðnum árum. Voru fimm refir skotnir á Heiðmerkursvæðinu síðasta vetur en ef allt starfssvæði meindýraeyðis, þ.e. Reykjavík, Kjós og upp að Mosfellsbæ, er tekið með í reikninginn voru um 20 dýr drepin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert