Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um sinubruna í Setbergslandi í Hafnarfirði klukkan ellefu í gærkvöldi.
Að sögn slökkviliðs var um töluverðan sinubruna að ræða og tók um klukkustund að ná tökum á honum. Slökkviliðið sendi dælubíl og tankbíl á staðinn en að sögn slökkviliðs er fremur erfitt að eiga við bruna á þessu svæði, en þar er mikill halli og blandaður gróður.
Að sögn slökkviliðs er hefðbundin sinubruni oft klappaður niður með sérstökum klöppum, en vatn var notað til þess að slökkva brunann í þessu tilfelli.