Sofnaði í blóðsýnatökunni

Lögreglan á Akranesi handtók í dag tvo unga karlmenn sem óku um á stolnum bíl. Að sögn varðstjóra er ökumaðurinn sviptur ökuréttindum og var hann undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Raunar svo miklum áhrifum að hann sofnaði í blóðsýnatöku.

Mennirnir sem eru af höfuðborgarsvæðinu og góðkunningjar lögreglunnar stálu bílnum í Reykjavík í morgun. Þeir fá að gista fangageymslu í nótt og verða yfirheyrðir í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert