Sofnaði í blóðsýnatökunni

Lög­regl­an á Akra­nesi hand­tók í dag tvo unga karl­menn sem óku um á stoln­um bíl. Að sögn varðstjóra er ökumaður­inn svipt­ur öku­rétt­ind­um og var hann und­ir áhrif­um fíkni­efna við akst­ur­inn. Raun­ar svo mikl­um áhrif­um að hann sofnaði í blóðsýna­töku.

Menn­irn­ir sem eru af höfuðborg­ar­svæðinu og góðkunn­ingj­ar lög­regl­unn­ar stálu bíln­um í Reykja­vík í morg­un. Þeir fá að gista fanga­geymslu í nótt og verða yf­ir­heyrðir í fyrra­málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka