Suðurlandavegi lokað á ný

Aðgerðastjórnunardeild lögreglunnar er að búa sig undir að rýma götuna.
Aðgerðastjórnunardeild lögreglunnar er að búa sig undir að rýma götuna. mbl.is/Júlíus

Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi við Olís-stöðina við Rauðavatn á ný vegna hóps atvinnubílstjóra sem þar eru. Bílstjórarnir lokuðu veginum með bílum sínum í morgun en lögreglan er að undirbúa að rýma götuna og hefur skipað öllum að hafa sig á brott.

Mikill hiti er hins vegar í hópi bílstjóra sem er enn er á staðnum og búa þeir sig undir átök. Þá  hefur hópur vegfarenda slegist í lið með bílstjórum og stöðvað bíla sína á veginum, samkvæmt upplýsingum blaðamanns mbl.is sem er á staðnum.

Lögreglumenn eru við öllu búnir.
Lögreglumenn eru við öllu búnir. mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert