Vetni verður í fyrsta sinn notað til að knýja vélar farþegaskips úti á sjó á morgun, en þá mun vetnisknúin ljósavél sjá farþegum Eldingarinnar fyrir öllu rafmagni. Eldingin mun sigla um Sundin úti fyrir Reykjavík í tilefni sumardagsins fyrsta og leggja upp frá Ægisgarði.
Um borð verður sérstakt sýningarrými helgað vetnisnotkun, en verkefnið er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í blaðinu Ferðalanginum, sem dreift er með 24 stundum í dag.